Færsluflokkur: Menntun og skóli

V E R K O G L I S T 2 0 0 9

V E R K   O G   L I S T  -->  Ég var í verk og list á þessu ári (2009). Ég var fyrst í tónmennt og þar vorum við að semja söguna fyrir hreyfimyndargerð sem við förum í seinna. Svo áttum við að gera ritgerð sem átti bara að vera ein til tvær bls. Ég skrifaði um Jimmi Hendrix sem er dáinn söngvari. Svo fór ég í sauma og var að gera náttbuxur. Það var mjög gaman og tókst mér að gera náttbuxur sem eru köflóttar og ég gerði líka náttgleraugu. Við fengum að eiga sniðið svo við gætum notað það seinna...

Núna er ég í heimilisfræði sem er eitt af mínum uppáhaldsfögum. Í fyrsta tímanum gerðum við brauð og í öðrum tímanum bollur og í þriðja tímanum pasta. Mér finnst mjög gaman í verk og list og hlakka til næsta tíma ! :)

sjááumst :) HelgaS.


Eglu verkefni

Við vorum að gera Eglu verkefni í eina viku. Við áttum að gera að minnsta kosti 4 verkefni, 2 ritunarverkefni og 2 annarskonar verkefni sem mátti gera saman. Ég gerði 3 ritunarverkefni og 2 annarskonar verkefni= 5 verkefni.

1 verkefni: Ég gerði bréf til Ásgerðar þar sem Egill bað hana um að fara frá Þórólfi og koma til hans. Ég skrifaði fyrst uppkast og svo hreinskrifaði á hvítt blað og svo gerði ég með tei á blaðið þannig að það leit út fyrir að vera gamalt.

Ég gerði fleiri verkefni en segi bara fá þessu eina.

HelgaSæa


Narnia

Við erum búin að vera að vinna í Narniu. Bókin Narnia er eftir C.S Lewis. Við lásum bókina og fengum svo hefti sem innihélt spurningar og verkefni. Við gerðum verkefnin í íslensku vinnubókina okkar. Bókin Narnia er um systkini sem eru fjögur, Játvarður, Lúsía, Sússana og Pétur. Pétur er elstur svo kemur Sússana þar á eftir og svo Játvarður og Lúsía er yngst. Þau flytja til prófessors vegna loftárása heima hjá þeim í seinni Heimstyrjöldinni. Þar finnur Lúsía töfraskáp sem inniheldur töfralandið Narníu!

Endilega lesið bókina!

Helga Sæa!


Skólaárið 2008-2009!

Þetta skólaár var mjög skemmtilegt. Við vorum að vinna í hvölum, Benjamín dúfu, landafræði (Norðurlöndin), Eglu, heilsutímarit og margt, margt fleira. Það sem mér fannst skemmtilegast og áhugaverðast var landafræðin og heilsutímaritið. Ég ætla aðeins að segja frá heilsutímaritinu. Það var eiginlega heimaverkefni. Við byrjuðum að fá hefti með hugmyndum að greinum sem við gætum skrifað í heilsutímaritið. Við máttum vinna þetta í word eða word publisher. Við máttum skíra tímaritið það sem við vildum. Mitt hét Lifið heil. Ég fékk 9,6 fyrir verkefnið og var bara mjög ánægð með það.

Ný stelpa byrjaði í skólanum sem heitir Sigfríð Dís. Það er mjög lítið núna eftir að skólanum, bara próf og ferðir!

Hér kem ég..SUMARFRÍ!

HelgaSæa!!


Val- 5. og 6. bekkur.

Núna undanfarnar vikur höfum við (6.bekkur) verið í vali með 5.bekk. Það var mjög áhugavert og við lærðum mikið. Þetta var gaman því að við vorum að læra um hluti sem við myndum kannski ekki læra um ef valið væri ekki. Það sem ég man best eftir og fannst áhugaverðast voru fræðslurnar um Martin Luther King, Gandhi og Egyptaland. Kennarar, endilega haldið áfram með þetta... Þetta var þvílíkt gaman! Vera svolítið hugmyndarík og veljið eitthvað sem við myndum ekki læra um í venjulegu skólakerfi.

 

HelgaSæa!


Landafræði-Glærur

Undanfarið höfum 6.bekkur verið að vinna í landafræði og gera power point eða movie maker glærur um norður-land sem við fengum að velja sjálf. Þetta var mjög gaman. Landið sem ég valdi mér var Grænland og það var mjög lærdómsríkt að gera þetta verkefni. Grænland er áhugavert land og mér gekk mjög vel.

HelgaSæa!

 

 


ÞEMAVIKA

Vikuna 16.-20. mars vorum við í þemaviku með 5. og 7.bekk. Við vorum að læra um heimsálfurnar en bara 5 af þeim. Ég byrjaði í Asíu, svo S-Ameríku, Afríku, Eyja-Álfu (Ástralía) svo að lokum N-Ameríka. Við lærðum ekki um Evrópu því að í 7.bekk lærum við sér um hana. Mér fannst rosa gaman í þessu því að verkefnin voru skemmmtileg og fróðleg. Í Asíu lærðum við dans, skárum út í ávexti. Í S-Ameríku lærðum við um Inkana og gerðum vinaarmbönd. Í Afríku máluðum við myndir og skoðuðum minjagripi. Í Eyja-Álfu gerðum við málverk og bjuggum til boomerang og í N-Ameríku gerðum við hárskraut og fleiri verkefni. Mér fannst jafn skemmtilegt í öllu!

 

Helga;**


Snorra leikritið

Þriðjudaginn 3. Mars sýndum við 6. Bekkur leikrit um Snorra Sturluson. Við buðum foreldrum og fjölskyldu að koma og það gekk bara ágætlega. Við æfðum mjög strangt og mjög oft en það var bara á skólatíma. Ég lék Guðný móður Snorra og það var mjög gaman og ég var ánægð með hlutverkið mitt. Leikritið var samið af flest öllum í 6. bekk nema það voru nokkrir sviðsmenn sem gerðu leikmyndina. Leikritið var ekki sýnt á skólatíma þrátt fyrir að það tengdist skólanum. Það voru 3 Snorrar, einn sirka svona 3-18 ára og svo annar sem var 19-40 ára og svo sá síðasti sem var sirka fertugur til dauðadags. Eins og ég sagði var þetta bara gaman og leikritið var fyndið og skemmtilegt en líka fræðandi. Ég held ég kunni mikið um Snorra eftir þetta!

Helga<33


Snorri Sturluson

Hæbbs, við erum búin að vera að vinna í Snorra Sturluson. Snorri Sturluson var einn mikilvægasti maður sem hefur verið á Íslandi. Hann skrifaði margar bækur þar á meðal Heimskringlu, Snorra-Eddu og Eglu. Snorri fæddist í Hvammi í Dölum árið 1179 og dó árið 1242. Við lásum söguna og svöruðum spurningum í Snorra-hefti sem var alveg ágætlega gaman. Í byrjun janúar fórum við árgangurinn í Reykholt í heimsókn og það var gaman. Við lærðum margt og mikið. Þegar við komum þangað tók á móti okkur prestur sem hét Geir Waage. Hann sýndi okkur Reykholtskirkju og rústir af gamla kastalanum hans og heita pottinn hans. Við lærðum þar á meðal meira um bækur hans og rit og meira um hann. Þann 16 jan kom rithöfundur að nafni Einar Kárason í skólann og hélt fyrirlestur um Sturlunga. Hann var með landakort og sýndi okkur þar á meðal hvar Snorri bjó og sagði okkur meira frá Sturlunga ættinni. Hann hefur pælt mikið í Sturlungum og hefur skrifað bækur um þá. Bækur hans heita meðal annars Ofsi og Óvinafagnaður. Í lokin fengu við að spurja spurninga og þá voru margir sem spurðu hann sjpörunum úr. Það er gaman að vinna með Snorra þennan merkilegan mann. Í næstu viku ætlum við að búa til leikrit með árgangnum.

 Helga Sæa


Egla

Eglu verkefnið er búið núna en við erum á fullu í Snorra Sturluson. Það er mjög gaman! Egill Skallagrímsson er forfaðir Snorra Sturlusonar!

HelgaSæa!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband