10.12.2008 | 12:36
Eglu hópar
Við árgangurinn var skipt í 19 hópa og ég var í hóp 11 með Hrafnhildi Björk (í AJ bekk) og Elmari (í AÖ bekk). Við gerðum þrjú verkefni sem voru: Miðaldarbær í þrívídd, Leikföng úr Eglu tímabili og leikrit með hóp 7.
Miðaldarbærinn: Við teiknuðum torfbæ á opnu í íslensku vinnubókina okkar og lituðum síðan. Afraksturinn kom vel út.
Leikföng: Við teiknuðum leikföng, þar á meðal skeljar og knattleiks kylfur. Ég kom svo með bein frá þessum tíma sem krakkar léku sér með.
Leikrit: Við gerðum leikrit með hóp 7 og það var úr kaflanum 3-4 og það eru kaflarnir um knattleikinn.
Mér fannst þetta alveg ágætt.
Kv Helga
Menntun og skóli | Breytt 27.5.2009 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 08:44
Góðir námstenglar!
Google: Google er góð leitarsíða til að leita að tenglum, myndum og miklu meira. Hér er slóðin http://www.google.is/
Rasmus: Rasmus er stærðfræðisíða sem er gott að fara á til að æfa sig í stærðfræði! Þar er hægt að taka próf og eikkað fleira sko! Ég mæli með þessari síðu!! Hér er slóðin:http: //www.rasmus.is/Is.htm
Wikipedia: þessi síða er MJÖG GÓÐ! Hún segir þér frá öllu og hún er á mörgum tungumálum þar á meðal íslensku! Ef þú ert að leita að eitthverju farðu þá inná wikipedia! hér er slóðin: http://www.wikipedia.org/
Vísindavefurinn: Þessi síða er góð ef þú ert að leita af eitthverju til dæmis um fugla eða afhverju er hvítur og svartur ekki taldnir sem litir? Þessi síða er mjög góð...Hér er slóðin: http://visindavefur.hi.is/
Námsgagnastofnun: Þessi síða er til að æfa sig í eitthverju. Þú getur æft þig í tungumálum, stærðfræði og fleira. Þessi síða er mjög góð til að læra og æfa sig... Hér er slóðin: http://www.nams.is/
Flickr: Flickr er síða sem maður getur fengið aðgang að og getur sett myndir inná en maður getur líka fengið myndir af þessari síðu! Hún er góð ef þú ert að leita að góðum raunverulegum myndum! Hún hefur reynst mér mjög vel. Ég mæli með henni! Hér er slóðin: http://www.flickr.com/
Youtube: youtube er síða sem þú getur hlustað á músik á og sett myndbönd inná og horft á þau líka...Hún er bara svona síða til að horfa, hlusta og fíla sig! heh...Hún hefur reynst mér bara mjög vel...Mæli með henni! Hér er slóðin: http://www.youtube.com/
18.11.2008 | 10:42
Egla
Við erum búinn að vera að vinna verkefni í Eglu. Það var mjög gaman. Egill Skalla-Grímsson var skáld og samdi mjög mörg ljóð. Þar á meðal: Sonartorrek, höfuðlausn og það mælti mín móðir. Við gerðum movie maker myndband og lásum það upp og settum myndir við! það var mjög gaman en pínu erfitt og maður verður pínu óþolinmóður...!Hér er myndbandið!
Menntun og skóli | Breytt 27.11.2008 kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2008 | 13:59
Hvalaritgerð
Við vorum að vinna verkefni með hvali sem sagt hvalaritgerð. Ég gerði ritgerð um háhyrninga. Ég gerði uppkast fyrir hvern kafla og skrifaði svo í tölvu. Ég tók myndir af www.google.is og fékk heimildir úr bókum og af netinu. Ég lærði mjög mikið af þessu verkefni. T.d að háhyrningar hafa horn á bakinu sem getur orðið allt að tveir metrar langt. Líka hvað þeir borða og að þeir eru oft í hópum. Það reyndi svolítið á puttana að skrifa öll uppköstin...! Það var líka svolítið erfitt að finna heimildirnar og að setja ritgerðina inn á Box.net. Ég fór inná þá síðu og valdi að búa til frítt log in. Svo upload folder og þá var þetta komið! Hér er tengillinn á síðuna: http://www.box.net/.
Þetta var skemmtilegt!
HelgaS<33
smellið hér til að skoða ritgerðina mína
Menntun og skóli | Breytt 27.5.2009 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 07:47
Hvalir
Áður en við bjuggum til þessar bloggsíður vorum við að vinna verkefni um hvali. Þeir eru mjög áhugaverð dýr. Við gerðum ritgerð um þá og ég valdi háhyrning, tímaás um hvalveiði, fórum í 2 próf-náttúrufræði og hvalveiðisögu Íslands og gerðum bók með ýmsum hvölum og almennt um hvali (handskrifað).
Myndband af háhyrningi að ráðast á sæljón.
Er þetta ekki töff?
set meira seinna bææ!
9.10.2008 | 14:59
Þessi síða!
Í dag 9 október 08 var ég að gera þessa blogg síðu. Hér ætla ég að blogga það sem ég geri í náminu og set myndbönd, myndir og fleira. Sjáumst síðar...HelgaS<33
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)