Umsögn kennara

Helga Sæunn þú ert flínk og hæfileikarík, frábær leikkona og söngkona, haltu áfram að rækta hæfileika þína á sem flestum sviðum.

Helga

Anne Frank

Í ensku áttum ég að gera photo story myndband um Önnu Frank. Fyrst hlustuði ég á söguna, síðan gerði ég hefti og svo gerði ég myndbandið. Ég átti að semja texta um líf Önnu, finna myndir og lesa textann inná myndbandið. Það var ágætt en ég var svolítið tímabundin og þetta tók mikinn tíma. Ég lærði samt mikið um Anne Frank.

( Auður ! ég var að fatta það núna (2.júní) að það vantar hljóð í endann ! ég sver ! ég tók það upp og saveaði það mörgu sinnum en svo var eitthvað að tölvunni sem ég var í  að setja þetta inná bloggið og það hlýtur að hafa delete-ast ! )

 


Danska

Í dönskunni vorum við að gera mörg verkefni. Við gerðum spil, matseðla, danskar fjölskyldur, leshefti og verkefnabækur.

Í spilunum vorum við 2-4 saman í hóp og áttum að gera borðspil á dönsku. Ég var með Írisi, Emilíu og Ewelinu í hóp og það var mjög skemmtilegt. Allt í spilinu átti að vera á dönsku. Í matseðlunum áttum við að búa til veitingastaði, matseðla fyrir veitingastaðina og auglýsingu fyrir veitingastaðina. Þá vorum við líka í hópum en mér fannst það ekki það skemmtilegasta sem ég gerði í dönskunni. Í fjölskylduverkefninu vorum við í hópum og átti hver nemandi að gera eina persónu og persónulýsingu á henni. Svo skírðum við fjölskylduna og settum allt á plakat. Það var skemmtilegt. En tur i zoo og I Tivoli eru leshefti sem við þurftum að lesa, glósa og svara spurningum. Það var fínt en ég lærði mjög mikið af því. Við vorum í bókunum Klar Parat. Þær eru þrjár:  A-bog, B-bog og D-bog. Í A-bog vorum við að lesa, í B-bog vorum við að gera verkefni og í D-bog vorum við að glósa.

Í dönskunni bætti ég orðaforðann minn heilmikið og er ánægð með einkunnirnar mínar í dönsku.

 


Stærðfræði

Í vetur á föstudögum vorum við í stærðfræðihringekju. Við vorum á mismunandi stöðum í mismundandi verkefnum. Við vorum til dæmis að gera munstur hjá Önnu og ljóð. Það var skemmtilegt. Mér fannst ekki skemmtilegt að gera þrautirnar sem við áttum að gera í pörum. Mér fannst ég ekki vera að ná tökum á því. Mér fannst betra að vera á mismunandi stöðum því að þá fékk maður ekki leið á því sem við vorum að gera. Heldur var námið fjölbreyttara og þá varð ég ekki jafn þreytt á sumum verkefnum.

 Við vorum ekki bara í stærðfræði á föstudögum heldur við vorum líka alla hina dagana í stærðfræði hópum. Þá vorum við að læra í Geisla og Geisla Vinnubók, dæmatímum, prósentur, brot, mælingum og fleira.


Fugla glærur

Í náttúrufræði var ég að læra um eðlisfræði, plöntur, líkama mannsins og fugla. Núna á vorönn var ég að læra um fugla. Í fuglaverkefninu áttum við að gera power point glærur um fuglaflokkana 6. Við áttum að gera öðruvísi glærur en venjulega þar sem upplýsinga- og tæknimennt var samtengd. Við áttum að enda á því að blogga og setja glærurnar inná Slide Share. Hér fyrir ofan eru fugla glærurnar mínar.


Landafræði-Photostory


Gæluverkefnið

Síðastliðnar vikur höfum við verið að vinna í heimaverkefni sem kallast Gæluverkefni. Ég gerði um Florida ferðina mína. Ég gerði bók og kynningin mín var power point myndir og ég las af blaði. Mér fannst frábært að geta valið sjálf hvað ég skrifaði um því að þá get ég skrifað um eitthvað sem margir vita ekkert um og svo er það líka skemmtilegra. Mér fannst ekki betra að gera áætlun því að áætlunin breyttist svo mikið útaf því að ég gerði eitthvað annað eða það að eitthvað kom uppá. Mér fannst fínt að gera heimaverkefni sem nær yfir svona langann tíma , sérstaklega ef við fáum að ráða hvað við erum að skrifa um. Þá getur maður líka skemmt sér við að skrifa um það. Ég var ánægðust með bókina sem ég gerði. Hún var bæði litrík og mikið af myndum í henni.


Powerpoint myndbandið


Landafræði

Í landafræðinni í þetta skiptið vorum við að læra um Evrópu. Fyrst fengum við bók, hefti og verkefni sem við áttum að gera heima. Heimaverkefnin voru skemmtileg en heftið og bókin ekki jafn skemmtileg verkefni.

Við gerðum glærur í powerpoint. Við máttum velja úr lista yfir nokkur lönd og ég valdi mér að gera Tékkland. Það var gaman að gera verkefni um það land.

Við byrjuðum á því að fá upplýsingar um landið og svo teiknuðum við og skrifuðum glærurnar upp á uppskastarblað. Svo þegar kennararnir voru búnir að fara yfir og svoleiðis, fengum við að fara í tölvur. Ég var tilturlega fljót að gera glærurnar og svo áttum við að kynna þær fyrir bekkinn. Ég fékk 10 fyrir glærurnar og 9 fyrir kynninguna.

Við áttum svo að gera myndband inná nýju forriti (sem við áttum að læra á), photo story. Það er líkt movie maker forritinu nema að þetta er auðveldara, þegar maður lærir á það. Ég gerði líka á uppkastarblað eins og með glærurnar og skrifaði upplýsingar. Ég misskildi aðeins og skrifaði textann við myndbandið. Nema hvað að photo story virkar þannig að maður setur  myndir og býr til kynningu í word. Ég strokaði þá út textann og setti myndir. Ég bjó til kynningu og lagaði myndirnar og tímann. Ég endaði á því að setja tónlist inná. Ég fór inná beemp3.com og vistaði tónlistarskrár. Svo setti ég þær inná. Við endum svo á því að kynna.

 

 


S A M F É L A G S F R Æ Ð I 2 0 0 9 !

Ég var að læra um árin í Íslandssögunni frá 870 ( landnám Íslands ) til 1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var að læra um miðaldarbókmenntir. Mér finnst merkilegt hvernig sögur gátu farið á milli bæja þangað til þær voru skrifaðar á skinn. Við lærðum líka um marga biskupa en sá sem mér fannst skemmtilegastur að læra um hét Þorlákur Helgi en hann var biskup í Skálholtsbiskupdæmi. Ástæðan fyrir því að ég valdi hann er að  mér fannst hann áhugaverður m.a vegna þess að Þorláksmessa er skírð eftir honum og Íslendingar tóku hann í dýrðartölu eftir að hann dó !


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband